ferskt jólasalat í waldorf stíl


Mynd / Gunnar Bjarki fyrir Gestgjafann

Mér finnst alltaf ómissandi að hafa árlegt jólasalat og bæta ferskleika við hátíðaborðið. Salatið er í svolitlum waldorf stíl með öllu því sem er vanalega í því nema rjómanum fyrir smá tilbreytingu; stökkt íssalat, ferskt sellerí, vínber, epli og granatepli ásamt stökkum valhnetum og graskersfræjum. Toppið með klassískri sinneps vínagrettu sem passar með fjölbreyttum mat.

UPPSKRIFT
Fyrir 4-6 sem meðlæti

1 askja íssalat
2 stilkar sellerí, skorið í þunnar sneiðar
250gr vínber, skorin í tvennt
2 lífræn epli, skorin í sneiðar
70gr þurrkuð trönuber
1 granatepli
100gr valhnetur
50gr graskersfræ

Sinneps vínagretta
2 msk lífræn hágæða ólífuolía
1 msk lífrænt eplaedik
1 tsk sinnep
1/2 sítróna, kreist
S&P


Aðferð

Rífið salatið gróflega niður og blandið við restina af hráefnunum. Hrærið saman sinneps vínagrettuna og hellið yfir salatið. Njótið í botn!


Arna Engilbertsdóttir